Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

Umskipti í Mongólíu

Á sunnudaginn urđu mikil umskipti í ţingkosningum í Mongólíu, enda ţótt lítil tíđindi ţađan hafi borist ađ Íslandsströndum. Byltingarflokkur alţýđu (Mongol Ardyn Khuv'sgatt Nam) vann yfirburđasigur, fékk 72 sćti af 76 á ţinginu. Í seinustu kosningum, áriđ 1996, fékk flokkurinn 25 ţingsćti en Lýđrćđisbandalagiđ (Ardchilsan Kholboo) 50. Ţćr kosningar ţóttu allsögulegar ţví ađ Byltingarflokkurinn hafđi ţá veriđ viđ völd í Mongólíu í 75 ár, lengur en Partido Revolucionario Institucional í Mexíkó sem missti ţau nú um daginn. Kosningaţáttaka hefur jafnan veriđ góđ í landinu frá ţví ađ ţađ nýmćli var tekiđ upp fyrir fáum árum. Lýđrćđisţróun í landinu hefur gengiđ hratt og vel fyrir sig og í nćsta mánuđi mun Mary Robinson, mannréttindafulltrúi Sameinuđu ţjóđanna, mćta á ráđstefnu um mannréttindi í Norđaustur-Asíu í Ulan Bator.

Leiđtogi Byltingarflokksins, Nambariin Enkhbayar, ásakađi ríkisstjórnina um ađ ganga erinda fámenns hóps kaupahéđna og stjórnmálarefa og lofađi ađ auka vinnutćkifćri, hćkka laun opinberra starfsmanna og tryggja ókeypis menntun. Á rokktónleikum kvöldiđ fyrir kosningar skemmtu rokkarar í Djengis Khanbúningum áheyrendum á stóru sviđi í höfuđstöđvum flokksins. Landvinningamađurinn mikli nýtur enn mikillar virđingar í Mongólíu.

Byltingarflokkurinn komst til valda í landinu 1921, ţegar ţađ braust undan yfirráđum Kínverja međ liđstyrk Rússa. Voru Mongólar síđan ćtíđ tryggir bandamenn Sovétríkjanna, en lentu í vanda ţegar ţau leystust upp 1991. Forseti landsins, Natsagiyn Bagabandi, kemur einnig úr röđum Byltingarflokksins. Hann felldi fráfarandi forseta, Punsalmaagiyn Ochirbat, í kosningum í maí 1997. Ochirbat var áđur í Byltingarflokknum en hafđi gengiđ til liđs viđ Lýđrćđisbandalagiđ.

Mikil einkavćđing hefur átt sér stađ í Mongólíu undanfarin ár en slćmur vetur hefur valdiđ skađa á efnahag landsins, sem byggir enn ađ miklu leyti á landbúnađi, og aukiđ verđbólgu.

sj


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur