Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
Múrinn-vefrit um ţjóđmál, pólitík og menningu
 

Trúfélög og pólitík

14.10.2003

Ţađ er ekki til neitt sem heitir ópólitískt trúfélag. Trúarbrögđ og ţó enn frekar skipulögđ félög og stofnanir um tiltekna trú og siđi geta aldrei komist hjá ţví ađ dragast inn á sviđ stjórnmálanna af ţeirri einföldu ástćđu ađ flestir ţćttir ţjóđlífsins eru pólitískir í eđli sínu.

Stundum koma trúfélög ađ stjórnmálaumrćđunni međ beinum, virkum hćtti. Ţekkt dćmi um ţađ má međal annars nefna úr sögu Rómönsku Ameríku, ţar sem kirkjudeildir hafa oft tekiđ beinskeytta afstöđu gegn einrćđisstjórnum og félagslegu óréttlćti. Í ríkjum Austur-Evrópu gegndi kirkjan víđa andófsverki gegn valdhöfum. Ţannig var starf kaţólsku kirkjunar í Austur-Ţýskalandi blómlegt, enda vissi fólk sem var ađ umsvif hennar voru fleinn í holdi stjórnvalda. Ţađ var ţví kaldhćđnisleg stađreynd ađ kirkjusókn í landinu hrundi viđ sameiningu ţýsku ríkjanna.

Kirkjur og trúfélög koma ekki bara ađ stjórnmálum sem andstöđuafl. Ţannig má víđa um lönd finna stjórnmálaflokka sem starfa á trúarlegum grunni og ţarf ekki ađ líta lengra en til Noregs í ţví sambandi. Í bandarískum stjórnmálum ţykir mikils vert ađ tryggja sér stuđning ţekktra prédikara og í Evrópu ţykir fínt ađ geta gripiđ til trúarinnar. Tony Blair hamrar á kristnum lífsviđhorfum sínum og Ungir jafnađarmenn á Íslandi eru pennavinir páfans.

En kirkjudeildir og trúfélög hafa ekki einungis áhrif á ţróun samfélagsins međ virkri ţátttöku, heldur gera ţau ţađ ekki síđur međ hlutleysi og afskiptaleysi. Karl gamli Marx hitti naglann á höfuđiđ međ ţví ađ líkja trúarbrögđunum viđ ópíum, sljóvgandi eiturlyf sem deyfđi skynjunina og beindi huganum frá raunum dagsins. Trúfélög sem letja fólk til ađgerđa en hvetja ţađ til ađ sćtta sig viđ stöđu sína, standa vörđ um óbreytt ţjóđskipulag og eru ţví rammpólitísk á sama hátt og ţau sem leyfa sér ađ gagnrýna - og uppskera yfirleitt gagnrýni "fyrir ađ fara út fyrir sitt verksviđ".

Í ljósi ţessa var áhugavert ađ fylgjast međ fréttum síđustu helgar, ţar sem forystumenn tveggja íslenskra trúfélaga stóđu í ströngu. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargođi Ásatrúarfélagsins, fór ásamt hópi trúsystkina sinna upp ađ Kárahnjúkum, reisti ţar níđstöng međ lönguhaus og magnađi upp náttúruvćttir gegn álrisanum.

Ásatrúarmenn eru stćrsti trúsöfnuđur landsins sem ekki játar kristna trú og hafa ekki hikađ viđ ađ láta í sér heyra. Ţannig hafa ásatrúarmenn stađiđ einarđir gegn veru hers í landinu og eitt sinn reisti Sveinbjörn Beinteinsson, sem ţá var allsherjargođi, níđstöng međ hestshaus gegn bandaríska hernum sem frćgt varđ. Ađspurđur um athöfnina viđ Kárahnjúka benti Hilmar Örn á ađ umhverfisvernd vćri ríkur ţáttur í heimsmynd heiđinna manna og ţví vćri ađgerđ sem ţessi sjálfsögđ og eđlileg af hálfu trúfélagsins.

Á sama tíma lét starfsbróđir Hilmars Arnar, herra Karl Sigurbjörnsson biskup Ţjóđkirkjunnar ekki sitt eftir liggja í ţjóđmálaumrćđunni. Andskotar hans voru ţó hvorki ítalskir virkjanamenn, íslenskir pólitíkusar eđa bandarískir iđnrekendur, heldur sýningarmenn á Suđurlandi.

Karl biskup hjólađi í stólrćđu í ađstandendur draugaseturs á Stokkseyri, sem ćtlađ er ađ kynna og miđla af ţeim hluta ţjóđsagnaarfsins sem fjallar um skottur, móra og ađra drauga. Biskupinn yfir Íslandi rćđst ekki á garđinn ţar sem hann er lćgstur. Flestir muna eftir snerru hans viđ eigendur Spalar, rekstarfélags Hvalfjarđarganganna, sem kynnt höfđu álfinn "Staupastein" sem verndara mannvirkisins. Lýsti biskup ţví ţá yfir ađ um vćri ađ rćđa mestu átök heiđni og kristni í landinu frá árinu 1000.

Vart er viđ öđru ađ búast en ađ Ţjóđkirkjan muni hafa betur í stóra draugamálinu á suđurströndinni. Trúfélag sem snúiđ gat niđur sjálfan álfinn Staupastein verđur tćplega í miklum vandrćđum međ draugavininn Bjarna frá Stokkseyri. Okkur hinum sem á horfum er hins vegar hollt ađ fylgjast međ viđureigninni. Ţađ segir nefnilega ýmislegt um styrk manna hversu öfluga andstćđinga ţeir velja sér.

sp


Prenta grein   Senda grein   Tilvísunar slóđLeit   Eldra efni   Um Múrinn
Forsíđa   Efst á síđu
Rss straumur